Kaupþing í viðræðum við eftirlýstan mann

Kaupþing hefur boðið Oasis, Warehouse og Coast til sölu.
Kaupþing hefur boðið Oasis, Warehouse og Coast til sölu. mbl.is/Eggert

Kaupþing banki sem á tískukeðjurnar Oasis, Warehouse og Coast er í einkaviðræðum um sölu á þeim við indverskan kaupsýslumann sem er á lista alþjóðalögreglunnar Interpol yfir eftirlýsta menn. Breska dagblaðið Times greinir frá þessu.  

Fyrirtækið Emerisque Brands sem er í eigu kaupsýslumannsins Ajay Khaitan er í viðræðum við bankann um að kaupa keðjurnar á 60 milljónir punda eða á rúmlega átta milljarða króna. Þar kemur fram að ströggl er í rekstri fyrirtækjanna meðal annars vegna hækkandi leigu en verslanirnar eru meðal annar á Oxford-stræti í London.   

Khaitan er eftirlýstur af Interpol vegna 30 ára gamals máls sem snertir meðal annars falsaða reikninga og skjöl.  

Talsmaður Khaitan segir þessar kröfur minniháttar og tengist þessum viðskiptum ekkert. Hann bendir jafnframt á þann árangur sem Khaitan hafi náði í viðskiptum þar sem hann hafi náð að bjarga mörgum fyrirtækjum frá þroti. Kaupþing vildi jafnframt ekki tjá sig. Þetta kemur fram í frétt Telegraph

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK