Stapi selur í Högum

Stapi lífeyrissjóður hefur selt þrjár milljónir hluta í Högum hf. samkvæmt flöggunartilkynningu frá Kauphöllinni. Við sölu hlutabréfanna fór eignarhlutfall lífeyrissjóðsins úr 5,04% í 4,78%, þar af leiðandi var salan flöggunarskyld. Eftir viðskiptin á lífeyrissjóðurinn rúma 56 milljónir hluta í Högum. 

Hlutabréf Haga hafa hækkað um 2,11% í dag en það sem af er ári hafa Hagar lækkað um 34%. Gengi hlutabréfanna í viðskiptum í dag er 36,25 og seldi Stapi því fyrir rúmar 108 milljónir króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK