Landsbankinn opnar gjaldeyrishraðbanka

Gjaldeyrishraðbanki Landsbankans
Gjaldeyrishraðbanki Landsbankans Aðsend

Landsbankinn hefur tekið í notkun gjaldeyrishraðbanka við útibú bankans í Hamraborg og á næstu vikum er ráðgert að bankinn muni opna slíka hraðbanka á sex öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. 

Í gjaldeyrishraðbankanum er hægt að taka úr seðla í evrum, bandaríkjadollurum, sterlingspundum og dönskum krónum og hægt er að nota bæði debet- og kreditkort til að taka út úr hraðbönkunum. Líkt og í venjulegum hraðbönum er þó ódýrara að nota debetkort. 

Gjaldeyrishraðbankinn í Hamraborg er aðgengilegur á opnunartíma útibúsins en á næstu vikum er áæltað að bankinn muni taka í notkun gjaldeyrishraðbanka útibúum bankans í Austurstræti, Grafarholti, Borgartúni, Hafnarfirði og Mjódd. 

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að sífellt fleiri viðskiptavini nýti sér rafræna þjónustu eða sjálfafgreiðslulausnir til að sinna sínum bankaviðskiptum en með því að taka gjaldeyrishraðbanka í notkun vill bankinn gera viðskiptavinum sínum auðveldara að nálgast erlendan gjaldeyri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK