Tekjur FoodCo 3,7 milljarðar í fyrra

Meðal veitingastaða sem Foodco á er Roadhouse á Snorrabraut.
Meðal veitingastaða sem Foodco á er Roadhouse á Snorrabraut. mbl.is/Golli

Veitingasala Hagnaður FoodCo, sem rekur nokkrar keðjur veitingastaða, var 230 milljónir króna árið 2016 og jókst um 71% á milli ára. Tekjurnar jukust um 5% og voru 3,7 milljarðar króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi.

FoodCo á og rekur Eldsmiðjuna, Saffran, American Style, Roadhouse, Pítuna og Aktu taktu, auk Kaffivagnsins Grandagarði sem keyptur var í apríl á þessu ári. Ársverkin töldust 518 árið 2016.

Arðsemi eiginfjár var 34% á árinu. Eiginfjárhlutfallið var 42% í lok síðasta árs og nam eigið fé tæplega 800 milljónum króna.

Jóhann Örn Þórarinsson, framkvæmdastjóri FoodCo, á 42,5% hlut í fyrirtækinu í gegnum félagið Jöklaborg. Faðir hans, Þórarinn Ragnarsson, á 40% hlut í eigin nafni og félagið ÞR 2,5% hlut. Eldheimar, sem eru í eigu Bjarna Stefáns Gunnarssonar, fara með 15% hlut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK