Lánshæfiseinkunn Kína lækkuð

Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kína.
Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kína. AFP

Standard & Poor hafa lækkað lánshæfiseinkunn Kína vegna hækkandi skulda ríkisins en lánshæfisfyrirtækið lagði sérstaka áherslu á þær áskoranir sem kommúnistastjórn landsins stendur frammi fyrir vegna minnkandi hagsældar. AP greinir frá.  

S&P lækkuðu lánshæfiseinkunnina um eitt stig, úr AA- í A+, sem er þrátt fyrir lækkunina ein hæsta lánshæfiseinkunn í boði. Lánshæfisfyrirtækið gaf til kynna viðvörunarmerki um að einkunnin yrði lækkuð í mars þegar fyrirtækið breytti efnahagslegum horfum Kína í neikvæðar. 

Lækkun lánshæfiseinkunnarinnar bætir við fjölda viðvarana um efnahagslegar hættur vegna aukinna skulda Kína og hefur kynt undir auknum ótta við bankakreppu eða samdrátt í vexti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK