Mun láta af störfum eftir áramót

Ólöf Ýrr Atladóttir.
Ólöf Ýrr Atladóttir. mbl.is/Ófeigur

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri mun láta af störfum eftir áramót eftir 10 ára starf. Hún telur ekki að markmiðið eigi að vera að fá hingað betur borgandi ferðamenn heldur frekar að fá bestu ferðamennina til landsins.

Þetta kemur fram á vef Túrista.

Fram kemur, að staða ferðamálastjóra verði auglýst á næstunni en Ólöf, sem skipuð var í stöðuna í ársbyrjun 2008, verður ekki meðal umsækjenda. Þetta kom fram í ræðu hennar á Ferðamálaþingi sem fór fram í vikunni.

Þar sagði Ólöf Ýrr meðal annars að ráðherrum væri heimilt að auglýsa stöður embættismanna á fimm ára fresti og að undanförnum árum hafi verið vaxandi vilji meðal stjórnvalda til að nýta þessi heimildarákvæði og ráðherra [ferðamála] hafi í júní síðastliðnum ákveðið að gera það, að því er segir á vef Túrista.

„Ég hef um þó nokkurt skeið leitt hugann að þessum tímamótum og tók fyrir allnokkru þá ákvörðun að ef úr yrði að ráðherra nýtti sér heimild til þess að auglýsa embættið laust til umsóknar, þá myndi ég ekki sækjast eftir því að nýju. Ákvörðun ráðherra liggur fyrir og ég mun því hverfa úr embætti núna um áramótin,“ bætti ferðamálastjóri við.

Aðspurð segir Ólöf Ýrr, í svari til Túrista, að þetta sé persónuleg ákvörðun hennar sem tekin hafi verið áður en hún vissi nokkuð um hvort staðan yrði auglýst. Hún segist vera sátt við þessa ákvörðun sína og alls ekki ósátt við að ráðherra hafi ákveðið að nýta sér heimildina til að auglýsa stöðu ferðamálastjóra til umsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK