Fölsuðu upplýsingar um gæði málmanna

Menn að störfum í bílaverksmiðju í borginni Fuyang í austurhluta …
Menn að störfum í bílaverksmiðju í borginni Fuyang í austurhluta Kína. AFP

Hlutabréf í Kobe Steel, sem er þriðji stærsti stálframleiðandinn í Japan, lækkuðu verulega eftir fyrirtækið viðurkenndi að hafa falsað upplýsingar um gæði afurða sinna. 

Um er að ræða upplýsingar um styrk og varanleika sumra ál- og koparvara en bílasmiðirnir Toytota, Honda og Subaru eru á meðal þeirra sem hafa notað þessar málmvörur frá fyrirtækinu. Til að mynda mun Toyota hafa notað þær í vélarhlífar og hurðar sumra bíltegunda. 

Kobe Steel hafa gefið út að málmvörurnar hafi verið seldar til um 200 fyrirtækja. Hlutabréf í fyrritækinu lækkaði um 22% í gær og þurrkaðist þannig út næstum einn milljarður Bandaríkjadala. 

Ekki er komið á hreint hvort að fölsunin hafi áhrif á öryggi afurðanna sem málmvörur Kobe steel hafa verið til að framleiða. Nánar er greint frá málinu á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK