Uber áfrýjar banninu

Svörtu leigubílarnir í London.
Svörtu leigubílarnir í London. AFP

Leigubílaþjónustan Uber hefur áfrýjað ákvörðun samgönguyfirvalda í London um að fyrirtækið fái ekki endurnýjað starfsleyfi sitt í borginni. 

„Við ákváðum að áfrýja svo að íbúar London geti haldið áfram að nota appið okkar, við vonumst til að eiga áframhaldandi samræðu við samgönguyfirvöld í London. Eins og nýi  forstjóri okkar hefur sagt erum við staðráðin í að gera bragarbót í þessum málum,“ segir talsmaður Uber, en fyrr í mánuðinum gekk Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber, til fundar við samgönguyfirvöld í London (Transport for London). 

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að áfrýjunarferlið geti tekið mánuði og á meðan fái Uber að starfa í borginni. Samgönguyfirvöld greindu frá ákvörðun sinni í síðasta mánuði og sögðu að fyrirtækið væri ekki borginni hæft. Var ákvörðunin sögð grundvallast á öryggisástæðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK