Útlit fyrir betri afkomu Icelandair

Ed Turner

Samkvæmt drögum að árshlutareikningi Icelandair Group fyrir þriðja ársfjórðung 2017 er EBITDA félagsins, rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, í fjórðungnum hærri en gert var ráð fyrir í afkomuspá ársins sem birt var 27. júlí og hljóðaði upp á 150-160 milljónir Bandaríkjadala.

Jafnframt hafa afkomuhorfur fyrir fjórða ársfjórðung styrkst. Icelandair gerir nú ráð fyrir því að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nemi 165-175 milljónum Bandaríkjadala, 17,5 til 18,5 milljörðum króna, í ár.

Samkvæmt drögum að árshlutareikningi er EBITDA þriðja ársfjórðungs 161,1 milljón Bandaríkjadala, sem svarar til 17 milljarða króna. Helstu ástæður fyrir betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en gert hafði verið ráð fyrir eru hærri farþegatekjur og hagstæð gengisþróun sem vegur þyngra en neikvæð þróun olíuverðs, samkvæmt tilkynningu sem send var til Kauphallarinnar í gærkvöldi.

Icelandair Group birtir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2017 fimmtudaginn 26. október 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK