TV2 fékk ólöglega ríkisaðstoð

mbl.is/Kristinn

Danska sjónvarpsstöðin TV2, sem er í eigu danska ríkisins, naut ólöglegrar ríkisaðstoðar á árunum 1995 til 2002. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Þetta getur þýtt að TV2 þurfi að endurgreiða milljarða danskra króna til ríkissjóðs.

Með dómi Evrópudómstólsins er snúið við ákvörðun dómsins frá árinu 2015 þar sem auglýsingatekjur TV2 á árunum 1995 og 1996 voru ekki álitnar ríkisaðstoð. Alls er um þrjú mál að ræða sem hafa verið sem tifandi tímasprengja yfir höfði TV2 árum saman. 

Framkvæmdastjóri TV2, Merete Eldrup, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að næstu skref verði að lesa dóminn yfir og ræða við ráðgjafa stöðvarinnar úr hópi lögfræðinga. Þangað til tjái TV2 sig ekki frekar um málið. 

Dómstóllinn hefur ekki birt dómana á vef sínum en það verður væntanlega gert síðar í dag.

Frétt DRK

Frétt TV2

Frétt Politiken 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK