Gísli vill Almenna leigufélagið á markað

Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA.
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, segist vilja skrá Almenna leigufélagið, sem sjóðir GAMMA eiga, á hlutabréfamarkað á næsta ári. Hann segir félagið stefna að því að reisa 4 þúsund íbúðir á næstu fimm árum. 

Þetta kemur fram í viðtali fréttastofu Bloomberg við Gísla. Í viðtalinu segir Gísli að útlit sé fyrir áframhaldandi húsnæðisskort þó að dregið gæti úr honum á næstu tveimur árum. 

„Flest bendir til þess að eftirspurn aukist áfram sem mun ala á frekari hækkunum, að öðru óbreyttu.“ Jafnframt segir Gísli að lækkun vaxta leiði til meiri verðhækkana. 

Fyrir tæpu einu og hálfu ári festi Almenna leigufélagið kaup á Leigu­fé­laginu Kletti sem var dótt­ur­fyr­ir­tæki Íbúðalána­sjóðs. Með kaup­un­um bæt­tust 450 íbúðir við þær 550 sem Al­menna leigu­fé­lagið átti á þeim tíma en nú á félagið rúmlega 1.200 íbúðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK