Þorsteinn ráðinn forstöðumaður viðskiptalausna

Þorsteinn Stefánsson, forstöðumaður viðskiptalausna á fyrirtækjasviði Landsbankans.
Þorsteinn Stefánsson, forstöðumaður viðskiptalausna á fyrirtækjasviði Landsbankans. Ljósmynd/Aðsend

Þorsteinn Stefánsson hefur tekið við starfi forstöðumanns viðskiptalausna áfFyrirtækjasviði Landsbankans. Hann færir sig um set innan bankans en Þorsteinn hefur verið forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar frá stofnun hennar árið 2014.

Þorsteinn lauk námi í vélaverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín árið 1996 og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Þorsteinn hóf störf á alþjóðasviði Landsbankans árið 2007. Síðar starfaði hann við endurskipulagningu fyrirtækja á fyrirtækjasviði og var útibússtjóri í Grafarholti og Árbæ áður en hann tók við starfi forstöðumanns Fyrirtækjamiðstöðvar.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir