Ryanair hótar flugliðum refsingu

AFP

Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur hótað flugliðum sínum refsingu selji þeir ekki meira af skafmiðum og ilmvötnum um borð í flugvélum félagsins. 

Greint er frá málinu á fréttavef The Guardian

Ryanair hefur áður neitað ásökunum af þessum toga en bréf til flugliða frá tveimur ráðningarstofum sem sjá um starfsmannahald um borð í vélum Ryanair benda til þess að starfsmönnum hafi verið hótað refsingu næðu þeir ekki að selja ákveðið magn af vörum um borð. 

„Þessi frammistaða er óásættanleg og það er ljóst að þú sinnir einfaldlega ekki starfi þínu um borð,“ segir í einu bréfinu. Auk þess voru flugliðar varaðir við; grannt yrði fylgst með frammistöðu þeirra. 

Flugliðarnir sem fengu bréfið voru áminntir fyrir að mistakast endurtekið að selja vörur fyrir meira en 50 evrur í flugferðum og þeim sagt að gripið yrði til frekari aðgerða ef frammistaðan batnaði ekki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK