Lífeyrissjóðirnir stórauka útlánin

Meðalfjárhæð lánveitinga hjá lífeyrissjóðunum það sem af er þessu ári …
Meðalfjárhæð lánveitinga hjá lífeyrissjóðunum það sem af er þessu ári er 18,8 milljónir króna en í fyrra taldist meðallánið tæpar 15,6 milljónir. mbl.is/Árni Sæberg

Lífeyrissjóðirnir veittu um 118 milljarða í sjóðfélagalán á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þar af er langstærsti hlutinn vegna íbúðalána. Hlutdeild lífeyrissjóða í íbúðalánum hefur vaxið hratt.

Með sama áframhaldi munu þeir senn ná jafnstöðu við Íbúðalánasjóð (ÍLS) í íbúðalánum til heimila. Þau námu um 300 milljörðum hjá sjóðunum í ágúst en um 390 milljörðum hjá ÍLS.

Sjóðirnir lánuðu rúma 22 milljarða til íbúðakaupa í september og október. Til samanburðar voru ný útlán ÍLS þá samtals um 760 milljónir. Til marks um aukninguna námu ný útlán sjóðanna 12,4 milljörðum í október og voru því um fjórðungi hærri en allt árið 2014, að því er fram kemur í umfjöllun um íbúðalánamarkaðinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK