6 ára drengur græðir milljarð á Youtube

Skjáskot

Hinn 6 ára Ryan sem stýrir þáttunum Ryan ToysReview á Youtube hafði meira en milljarð í tekjur af auglýsingum á þessu ári samkvæmt lista Forbes yfir tekjuhæstu Youtube-stjörnurnar. 

Þetta kemur fram í frétt Business Insider

Samkvæmt mati Forbes námu tekjur af Youtube-rásinni 11 milljónum Bandaríkjadala fyrir skatt, eða tæpum 1,2 milljörðum íslenskra króna. Það gerir Ryan litla að áttundu tekjuhæstu Youtube-stjörnunni. Um tíu milljónir manns eru áskrifendur að rásinni. 

Í þáttunum fjallar Ryan um ný leikföng. Foreldrar Ryans stofnuðu rásina fyrir rúmum tveimur árum þegar Ryan spurði hvers vegna hann gæti ekki sjálfur fjallað um leikföng á Youtube eftir að hafa horft á aðra krakka gera það.

Að neðan má sjá Ryan fjalla um nammisjálfsala úr pappa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK