Selur á Sauðárkróki og stækkar við sig

Microbar í miðbænum.
Microbar í miðbænum. Ljósmynd/Gæðingur ÖL

Árni Hafstað, eigandi brugghússins Gæðings, hefur selt barinn Microbar & Bed á Sauðárkróki til hjóna sem þar búa. Hann segist stefna að því að auka framleiðslu brugghússins þegar líður á vorið.

„Ég er búinn að panta mér tvöfalt stærri brugggræjur sem verða teknar í gagnið í apríl. Í kortunum er að hasla sér völl á Suðvesturhorninu,“ segir Árni í samtali við mbl.is.

Greint var frá því á Vísi í vor að að verulega hefði dregið úr framleiðslu hjá Gæðingi. Fyrirtækið dró úr vöruúrvali og hefur nú tvær tegundir til sölu í ÁTVR, Tuma Humal og Gæðing Pale Ale, sem eru báðir í dós. „Þeir tveir verða áfram til sölu og í janúar eða febrúar á næsta ári bæti ég við gamalli tegund, Gæðingi Stout í dós.“

Árni segir að planið sé að halda sjó gegnum breytingarnar og bæta við tegundum þegar líður á vorið og sumarið. „Ég er búinn að sækja um tvær gerðir af sumarbjórum og síðan verður eitthvað um sértegundir, eins og súrbjór.“

Hann hefur verið eini starfsmaður fyrirtækisins á þessu ári en í april kemur aftur til starfa bruggarinn sem vann hjá brugghúsinu fyrstu árin og kom bjórum þess á kortið. Þá rekur Árni einnig Microbar í miðbæ Reykjavíkur og verður engin breyting á því.

Úr brugghúsi Gæðings.
Úr brugghúsi Gæðings. Ljósmynd/Gæðingur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK