Outlander langvinsælastur meðal vistvænna

Mitsubishi Outlander, sem Hekla hefur umboð fyrir, var langvinsælasti vistvæni bíllinn á árinu 2017 en alls voru 888 Outlander-bílar nýskráðir yfir árið. 

Samgöngustofa tók saman lista yfir fjölda nýskráða rafmagns-, tengiltvinn- og tvinnbíla á síðasta ári, að beiðni mbl.is. Tölurnar sýna að tengitvinnbílar (e. plug-in hybrid) voru vinsælastir en samtals var 2.181 bíll af þeirri gerð nýskráður á árinu. Þá voru 1.172 tvinnbílar (e. hybrid) nýskráðir og 847 rafbílar. 

Outlander hefur verið á sérstöku afsmælistilboði hjá Heklu sem fagnaði 100 ára afmæli á síðasta ári. Eins og áður sagði voru 888 Outlander nýskráðir, þar af 883 tengiltvinnbílar og 5 tvinnbílar.

Næst á eftir koma Nissan Leaf og Toyota Yaris Hybrid en árið 2017 fjölgaði þeim um 523 og 365 í sömu röð. 

Nýskráning vistvænna bíla árið 2017.
Nýskráning vistvænna bíla árið 2017. Graf/mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK