Linda Dögg ráðin birtingastjóri

Linda Dögg Hlöðversdóttir, birtingastjóri.
Linda Dögg Hlöðversdóttir, birtingastjóri. Ljósmynd/Aðsend

Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið Lindu Dögg Hlöðversdóttur sem birtingastjóra en hún mun hafa yfirumsjón með birtingum, birtingaráðgjöf, markhópagreiningum og gerð birtingaáætlana. 

Auk Lindu hafa Alda Júlía Magnúsdóttir, Benedikt Hauksson og Jón Oddur Guðmundsson bæst í hóp starfsfólks Brandenburgar. 

Síðastliðin fimm ár gegndi Linda Dögg stöðu birtingastjóra á Ratsjá. Áður starfaði hún um fimm ára skeið í London, m.a. sem verkefnastjóri netbirtinga hjá OMD International, sem er með 140 skrifstofur í 80 löndum og partur af Omnicom mediagroup. Þá starfaði Linda hjá MEC GS London þar sem hún sá um gerð alþjóðlegra birtingaáætlana og hafði umsjón með netbirtingum vörumerkja eins og Colgate, Chanel, VISA, Skype, Pepsi, og Sony. Linda er með meistaragráðu í sálfræði frá London School of Economics.

Alda Júlía Magnúsdóttir.
Alda Júlía Magnúsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Alda Júlía starfar með Lindu í birtingadeild, sem birtingamiðlari. Áður starfaði hún hjá Nova og Nordic Style Magazine. Alda stundaði nám í Amsterdam Fashion Institute og er að ljúka meistaranámi í nýsköpun og viðskiptaþróun í Háskóla Íslands.

Benedikt Hauksson.
Benedikt Hauksson. Ljósmynd/Aðsend

Benedikt Hauksson er nýr viðskiptastjóri á Brandenburg. Hann var áður viðskiptastjóri hjá hönnunarstofunni Döðlur frá árinu 2013. Benedikt starfaði um árabil í London sem markaðsráðgjafi á Isobar markaðsstofu þar sem hann vann m.a. að stafrænni stefnumótun Adidas, Budweiser, Kellogg's, Royal Bank of Scotland og Toyota. Benedikt er með BA gráðu frá UAL í London í auglýsinga- og markaðsfræði og MA í Digital Management frá HI í Stokkhólmi.

Jón Oddur Guðmundsson.
Jón Oddur Guðmundsson. Ljósmynd/Aðsend

Texta- og hugmyndasmiðurinn Jón Oddur Guðmundsson hóf störf á Brandenburg í september síðastliðnum. Jón Oddur lauk BA námi í rússnesku í Háskóla Íslands árið 1997 og hóf störf á Mættinum og dýrðinni auglýsingastofu sama ár. Síðan þá hefur Jón Oddur starfað á Fíton, Janúar og Pipar\TBWA og sinnt þar hugmynda- og textavinnu fyrir fjölda fyrirtækja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK