16,8 milljóna evra hagnaður Eimskipa

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipa.
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipa. mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður ársins 2017 hjá Eimskip nam 16,8 milljónum evra. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá fyrirtækinu vegna uppgjörs fjórða ársfjórðungs á síðasta ári.

Afkomuspá ársins 2018 er EBITDA á bilinu 60 til 65 milljónir evra.

„Árið 2017 má kalla „ár vaxtar“ hjá Eimskip, þar sem flutningsmagn, tekjur og EBITDA hafa aldrei verið hærri. Rekstrartekjur 2017 voru 664,0 milljónir evra, hækkuðu um 150,1 milljón evra á milli ára eða 29,2%,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipa, í tilkynningu.

„Tekjuvöxturinn kom frá nýjum félögum í samstæðunni, auknu flutningsmagni og hærri verðum á alþjóðlegum flutningamörkuðum. EBITDA fyrir árið nam 57,2 milljónum evra og hækkaði um 7,0%. Hagnaður ársins nam 16,8 milljónum evra samanborið við 21,9 milljónir evra 2016 en lækkunin endurspeglar einkum 5,8 milljóna evra óhagstæðar gengissveiflur á milli ára.“

Fram kemur að tekjur af áætlunarsiglingum félagsins námu 438,4 milljónum evra og hækkuðu um 15,3%. Magn í áætlunarsiglingum á N-Atlantshafi jókst um 3,6%.

Rekstrartekjur flutningsmiðlunarstarfseminnar námu 225,6 milljónum evra og hækkuðu um 68,8% samanborið við fyrra ár.

Afkomutilkynningin í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK