Fjöldi einkaleyfa úr takt við önnur lönd

Ein­ung­is tvö einka­leyfi eru í gildi hjá ís­lensk­um aðilum í …
Ein­ung­is tvö einka­leyfi eru í gildi hjá ís­lensk­um aðilum í orkuiðnaði. Mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Fjöldi einka­leyfa á Íslandi er úr takt við þróun er­lend­is. Um­sókn­um sem Einka­leyf­a­stof­unni bár­ust frá ís­lensk­um aðilum vegna tækni­legra upp­finn­inga hef­ur fækkað um 40% frá ár­inu 2007 til árs­ins 2017. Þetta kem­ur fram í skýrslu Sam­taka iðnaðar­ins Ísland í fremstu röð – efl­um sam­keppn­is­hæfn­ina.

Þetta er öf­ugt við alþjóðlega þróun því á sama tíma­bili sex­faldaðist heild­ar­fjöldi um­sókna, frá er­lend­um aðilum meðtalið, um einka­leyfi hér á landi. Árið 2017 tók Einka­leyf­a­stof­an á móti yfir 1.500 um­sókn­um um einka­leyfi á Íslandi, en 3,5% þeirra um­sókna komu frá ís­lensk­um lögaðilum sem er einnig lágt í sögu­leg­um sam­an­b­urði, seg­ir í skýrsl­unni.

Ein­ung­is tvö einka­leyfi eru í gildi hjá ís­lensk­um aðilum í orkuiðnaði, seg­ir í skýrslu sam­tak­anna, og ekk­ert í jarðvarmaiðnaði. Samt sem áður hafi Ísland nátt­úru­legt for­skot, þrátt fyr­ir að háum fjár­hæðum hafi verið varið í rann­sókn­ir og þróun í þeim grein­um. Í skýrsl­unni seg­ir að það geti veikt sam­keppn­is­stöðu Íslands til lengri tíma litið.

Skýrslu­höf­und­ar vekja at­hygli á tengdu atriði. Þegar horft er til þess hvaða nám fólk vel­ur sér sést að Ísland var með hlut­falls­lega fáa skráða í STEM-fög­in svo­kölluðu á ár­inu 2016 en þau taka til stærðfræði, raun­vís­inda, verk­fræði og tæknifaga. Hlut­fallið er með því lægsta inn­an OECD, 19% á Íslandi og 26% að meðaltali í OECD. Þessi mæli­kv­arði er oft notaður til að meta tæki­færi landa til framþró­un­ar og ný­sköp­un­ar og er því ná­tengd­ur sam­keppn­is­hæfni, seg­ir í skýrsl­unni.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK