1.366 milljóna rekstrarafgangur

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður. mbl.is/Golli

Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.

Þetta kom fram í ársreikningi sjóðsins sem var staðfestur af stjórn hans í dag.

Eiginfjárhlutfall sjóðsins er nú 8,5% en langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5,0%, að því er segir í tilkynningu.

Eigið fé Íbúðalánasjóðs í lok ársins 2017 var 24.894 milljónir króna en var 23.528 milljónir króna 31. desember 2016.

Heildareignir sjóðsins nema 762 milljörðum og heildarskuldir nema 737 milljörðum.

Rekstur sjóðsins

Hreinar vaxtatekjur frá 1. janúar til 31. desember 2017 voru 1.641 milljónir króna en voru 1.857 milljónir króna árið 2016.

Rekstrarkostnaður tímabilsins var 1.706 milljónir króna og lækkar hann um 1,7%.

Launakostnaður lækkaði um 9,7% og stöðugildum fækkaði úr 77 árið 2016 í 66 í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK