Kristján Geir nýr framkvæmdastjóri Odda

Kristján Geir Gunnarsson.
Kristján Geir Gunnarsson. mbl.is/Hanna

Kristján Geir Gunnarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Odda prentunar og umbúða ehf.

Fyrir skömmu óskaði Gunnar Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, eftir því við stjórn þess að láta af störfum af persónulegum ástæðum. Féllst stjórnin á það og gerði í kjölfarið samning við Kristján Geir sem nú hefur tekið til starfa. Gunnar mun tímabundið sinna sérstökum verkefnum fyrir félagið, m.a. á sviði fasteigna þess, að því er fram kemur í tilkynningu.

Kristján Geir gegndi áður starfi sölu- og markaðsstjóra fyrirtækisins, sem fagnar 75 ára afmæli um þessar mundir og stendur á margvíslegan hátt á tímamótum. Hann er iðnrekstrarfræðingur með BS-gráðu í alþjóða markaðsfræði frá HR og MBA-gráðu frá Copenhagen Business School. Áður en Kristján hóf störf hjá Odda var hann markaðsstjóri Nóa Siríuss og markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK