Fleiri farþegar en færri hótelgestir

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Farþegum Icelandair fjölgaði í mars, en …
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Farþegum Icelandair fjölgaði í mars, en gestum á hótelum fækkaði, þegar miðað er við sama mánuð í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair flutti í mars rétt tæplega 260 þúsund farþega, en það er fjölgun um rúmlega 11 þúsund frá því á sama tíma í fyrra, eða um 4%. Sætanýting jókst einnig og var 81,9% í staðinn fyrir 80,7% í mars í fyrra. Þetta kemur fram í flutningstölum félagsins sem sendar voru á Kauphöllina í dag.

Farþegum Air Iceland connect fækkaði hins vegar lítillega og voru 28.294 í mars, samanborið við 28.752 fyrir ári síðan. Sætanýtin í flugi félagsins lækkaði einnig og var 59,9% samanborið við 62,3% í mars í fyrra.

Þrátt fyrir nokkra fjölgun á framboðnum gistinóttum á hótelum Icelandair var 6% samdráttur í seldum gistinóttum og fór herbergjanýting úr 86% í mars í fyrra niður í 78% í ár. Samtals voru gistiframboð hótelsins 28.872 nætur í síðasta mánuði samanborið við 27.807 í mars í fyrra. Nemur fjölgunin 4%. Seldar gistinætur voru hins vegar 22.509 samanborið við 23.912 seldar gistinætur í fyrra.

Fraktflutningar fyrirtækisins jukust um 5% milli ára og áfram var 100% nýting á leiguflugi félagsins.

Farþegum Icelandair fjölgaði í mars, en gestum á hótelum fækkaði, …
Farþegum Icelandair fjölgaði í mars, en gestum á hótelum fækkaði, þegar miðað er við sama mánuð í fyrra. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK