Samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar minnkar

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, fór yfir reksturinn.
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, fór yfir reksturinn. mbl.is/Árni Sæberg

Það veikir samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar að launakostnaður er á uppleið samhliða styrkingu krónu. Miklar launakröfur í kjarasamningum eru því áhyggjuefni.

Þetta segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, og bendir á að framundan séu framkvæmdir fyrir 25-30 milljarða á þessu og næsta ári. Síðan taki við framkvæmdir fyrir 90-95 milljarða árin 2020-25. Vegna þessara útgjalda þurfi flugvöllurinn að auka tekjur með gjaldtöku.

„Keflavíkurflugvöllur er ekki ódýr í rekstri. Ef krónan heldur áfram að vera mjög sterk, og ef launahækkanir verða mjög miklar, mun það hafa áhrif á samkeppnisstöðuna. Þessar miklu framkvæmdir munu hafa áhrif á gjaldskrá félagsins. Ef það verður dýrt að fljúga til Keflavíkur eru aðrir flugvellir tilbúnir að bjóða svipaða þjónustu. Það getur líka gerst að menn vilji fljúga beint yfir hafið í staðinn fyrir að stoppa á Íslandi,“ segir Björn Óli í umfjöllun um aðalfund Isavia í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK