Vöruviðskipti óhagstæð um 8,2 milljarða

Vörur voru fluttar til landsins fyrir 8,2 milljarða umfram vöruútflutning.
Vörur voru fluttar til landsins fyrir 8,2 milljarða umfram vöruútflutning. mbl.is/Árni Sæberg

Vöruviðskipti í mars voru óhagstæð um 8,2 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem birtar voru í morgun. Nam verðmæti vöruútflutnings 48,9 milljörðum og vöruinnflutnings 57,1 milljarði.

Í mars var verðmæti vöruútflutnings 9,2 milljörðum króna hærra en í mars 2017 eða 23% á gengi hvors árs. Hækkun var í öllum flokkum milli ára en mestu munar um sjávarafurðir og iðnaðarvörur.

Verðmæti vöruinnflutnings í mars var 1,5 milljarði króna hærri en í mars 2017 eða 3% á gengi hvors árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK