Horn III kaupir hlut í Hertz á Íslandi

Framtakssjóðurinn Horn III hefur keypt hlut í Bílaleigu Flugleiða ehf. sem rekur bílaleigu undir vörumerkinu Hertz á Íslandi. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins en þar segir að rannsókn eftirlitsins hafi leitt í ljós að engin samþjöppun eigi sér stað í kjölfar samrunans.

Þó hafa verið sett hafa skilyrði í málinu til þess að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði Bílaleigu Flugleiða gagnvart Landsbankanum og er það niðurstaða eftirlitsins að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum.

Landsbankinn átti áður allt hlutaféð í Bílaleigu Flugleiða en seldi fyrirtækið árið 2010 til félags í jafnri eigu Sigfúsar R. Sigfússonar, Sigfúsar B. Sigfússonar, Hendriks Berndsen og Sigurðar Berndsen. Þrír síðast­töldu kaup­end­anna áttu og ráku ALP bíla­leigu á ár­un­um 2000 til 2004. Sig­fús R. Sig­fús­son var um ára­bil eig­andi og for­stjóri bif­reiðaum­boðsins Heklu hf.

Áður en Landsbankinn tók félagið yfir var það í eigu Ber­geyj­ar eign­ar­halds­fé­lags ehf., sem aft­ur var í eigu Smá­eyj­ar ehf., en það fé­lag var í eigu Magnús­ar Krist­ins­son­ar, at­hafna­manns frá Vest­manna­eyj­um, og Lóu Skarp­héðins­dótt­ur, eig­in­konu hans. Þau keyptu Bílaleigu Flugleiða af FL Group árið 2006. 

Horn III er um 12 milljarða króna framtakssjóður sem var stofnaður af Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans. Lokað var fyrir áskrift að hlutafé á fyrsta ársfjórðungi 2016. Hluthafar eru rúmlega 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK