Vaxtartækifærin í ótengdum rekstri

Kjartan Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, segir í samtali við Morgunblaðið að stjórn félagsins hafi ákveðið að leita tækifæra í ótengdum rekstri vegna takmarkaðra vaxtartækifæra í núverandi starfsemi. Ekki sé stefnt að áframhaldandi vexti í ótengdum rekstri að svo stöddu.

Lyf og heilsa hefur keypt gluggaframleiðandann Börk. Þetta eru önnur kaup apótekakeðjunnar á rótgrónu iðnaðarfyrirtæki en síðla árs 2017 keypti hún Glerverksmiðjuna Samverk á Hellu.

Börkur, sem er á Akureyri, er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins á sínu sviði og eru helstu viðskiptavinir þess mörg af stærri verktakafyrirtækjum landsins. Að sögn Kjartans Arnar spila fyrirtækin tvö vel saman, Börkur framleiðir glugga en Samverk gler. „Börkur hefur keypt mikið af gleri af Samverki í áranna rás.“

Byggingariðnaður hefur verið vaxandi á undanförnum árum en Kjartan Örn segir að það séu ekki jafn miklar sveiflur í sölu á gleri og gluggum vegna viðhaldsþarfar.

Hjá Berki og Samverki starfa samanlagt um 70-75 manns, segir Kjartan Örn. Þar af eru um 20 hjá Berki, samkvæmt fréttatilkynningu. Til samanburðar eru um 250 starfsmenn að meðaltali hjá Lyfjum og heilsu í mismiklu starfshlutfalli. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK