Gerðardómsleið tekur skemmri tíma

Málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum er tímafrek og verður í sumum tilvikum rekin fyrir þremur dómstigum, nú þegar Landsréttur hefur tekið til starfa. Eiríkur Elís Þorláksson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík ritar grein í ViðskiptaMoggann í dag og bendir þar á að málsmeðferðartíminn geri það að verkum að fyrirtæki ættu að íhuga þá leið í meira mæli að fara svokallaða gerðardómsleið við úrlausn alvarlegra ágreiningsmála sem að öðrum kosti myndu rata fyrir almenna dómstóla.

Í greininni bendir hann á að sú gagnrýni á gerðardómsleiðina sem felst í því að hún sé kostnaðarsamari en sú leið að leita til almennra dómstóla eigi sjaldnast við rök að styðjast, það skýrist m.a. af því að gerðardómsleiðin er aðeins á einu dómstigi og verður ekki áfrýjað.

Eiríkur Elís bendir hins vegar á að þau lög sem nú gildi um gerðardóma og eru frá árinu 1989 krefjist endurskoðunar. Sem stendur sé löggjöf nágrannaríkjanna í þessum efnum mun betri og að nauðsynlegt sé að bæta úr þeirri stöðu.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta lesið greinina í heild sinni hér.

Eiríkur Elís Þorláksson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Eiríkur Elís Þorláksson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK