Fermetraverð í Norðurþingi rýkur upp

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íbúðamarkaðurinn á Akureyri hefur verið líflegri en á höfuðborgarsvæðinu ef fjöldi kaupsamninga er borinn saman við fjölda íbúða. Í sumum sveitarfélögum á Norðurlandi er markaðsverð íbúða þó enn það lágt að það hamlar uppbyggingu. 

Þetta er á meðal þess sem fram kom á opnum fundi Íbúðalánasjóðs um húsnæðismarkaðinn á Norðurlandi sem haldinn var á Hótel KEA á Akureyri í dag.

Á fundinum fór Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, yfir þróun mála á íbúðamarkaði á Norðurlandi sem hefur einkennst af verðhækkunum og fjölgun kaupsamninga. Hafa verðhækkanir í sumum sveitarfélögum á svæðinu verið talsvert umfram hækkanir á landsvísu. 

Kaupsamningum um íbúðir á Norðurlandi fjölgaði um 20% í fyrra sem er ólíkt höfuðborgarsvæðinu þar sem kaupsamningum fækkaði um 7% milli ára. 

Þá er Norðurþing það sveitarfélag á svæðinu þar sem meðalfermetraverð hefur hækkað mest, eða um 52% milli áranna 2015 og 2017. Á sama tímabili hækkaði meðalfermetraverð um 27% á Akureyri sem er svipuð hækkun og í Reykjavík. Meðalsölutími íbúða á Norðurlandi hefur einnig styst verulega undanfarin misseri og mælist nú svipaður og á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig var farið yfir stöðu mála á leigumarkaði. Tíunda hver íbúð á Akureyri er leigð út með þinglýstum leigusamningi sem er meira en að meðaltali á landsvísu. Hins vegar eru hlutfallslega færri íbúðir til leigu á Airbnb á Akureyri en á landsvísu.

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK