Eignarskattur í 4 af 35 OECD-löndum

Álagning skatta á hreina eign einstaklinga er orðin afar sjaldgæf í aðildarlöndum OECD.

Samkvæmt nýrri skýrslu um eignar- eða auðlegðarskatta, sem nær til 35 OECD landa, kemur fram að árið 1990 voru eignarskattar lagðir á í 12 löndum en í fyrra var slíka skatta einungis að finna í fjórum OECD-ríkjum. Fasteignagjöld sem eru í eðli sínu eignarskattar eru undanskilin í þessum samanburði.

Í fyrra voru eignarskattar eingöngu lagðir á hreina eign í Frakklandi, Noregi, á Spáni og í Sviss. Ísland er meðal þeirra ríkja sem voru hvað seinust til að afnema eignarskatta skv. úttektinni. Eignarskattur var lagður af á Íslandi árið 2006 en gekk í endurnýjun lífdaganna með innleiðingu tímabundins auðlegðarskatts í kjölfar fjármálakreppunnar en hann var lagður á gjaldaárin 2010-2014. Spánverjar gripu til sömu ráða og tóku eignarskattt upp á nýjan leik árið 2011.

Í skýrslu OECD er á það bent að eignarskattar í aðildarlöndum OECD hafa með fáeinum undantekningum skilað hinu opinbera afar litlum tekjum sögulega séð, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK