Fjölfarnasti flugvöllurinn í Atlanta

Flugvöllurinn í Atlanta.
Flugvöllurinn í Atlanta. Mynd/Wikipedia

Nærri 104 milljónir farþega fóru um Hartsfield-Jackson flugvöll í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á síðasta ári. Var flugvöllurinn sá fjölfarnasti í heimi, annað árið í röð samkvæmt bráðabirgðatölum, sem Alþjóðaflugvallaráðið birti í vikunni.  

Fram kemur í skýrslu ráðsins, að flugfarþegum hafi fjölgað umtalsvert á síðasta ári, eða um  6,6% og það sama eigi við um fragtflutninga og fjölda flugferða. 

Fram kemur á vef bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN, að staðsetning flugvallarins í Atlanta sé helsta ástæða þess hve hann er fjölfarinn. Borgin sé nánast í miðju Bandaríkjanna og það taki innan við tvo tíma að fljúga þangað frá um 80% af flugvöllum landsins. 

Flugvöllurinn í Peking í Kína er í öðru sæti á listanum yfir fjölförnustu flugvelli heims en um hann fóru 94,4 milljónir farþega á síðasta ári. Í þriðja sæti er flugvöllurinn í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum með 88 milljónir farþega. Stærsti evrópski flugvöllurinn er Heathrow flugvöllur í Lundúnum. Hann er í 7. sæti með 78 milljónir farþega. 

Skýrsla Alþjóðaflugvallaráðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK