Samkeppnin meira í orði en á borði

Á ársfundi Landsvirkjunar.
Á ársfundi Landsvirkjunar. mbl.is/​Hari

„Er eiginlegur samkeppnismarkaður til staðar þar sem lögmál framboðs og eftirspurnar stjórna ferðinni. Ég held satt best að segja að það sé meira í orði en á borði,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra um raforkumarkaðinn á ársfundi Landsvirkjunar sem var haldinn í dag. 

Bjarni sagði að í það minnsta væri augljóst að samkeppni á smásölumarkaði hér á landi væri mun minni en í nágrannalöndunum og nefndi sem dæmi að aðeins 0,5 til 1% neytenda skiptu um smásöluaðila á hverju ári en á Norðurlöndunum væri hlutfallið í kringum 10%. 

Hann velti upp þeirri spurningu hvort að raforkulögin, sem voru innleidd árið 2003 og áttu að efla samkeppni á markaðinum, hefðu skilað tilætluðum árangri. 

„Á raforkusölumarkaði, þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni, eru fá merki um að hún sé í reynd til staðar. Ég ætla að leyfa mér að velta upp þeirri spurningu hvort að fyrirkomulagið feli í sér svipaða áhættu og bent hefur verið á varðandi umfangsmikið eignarhald lífeyrissjóðanna á atvinnustarfsemi í landinu,“ sagði Bjarni. 

Að það kunni að vera að þetta fyrirkomulag dragi úr kostum þess sem við ætluðum okkur að ná fram árið 2003. Að við séum ekki að ná fram kröftum markaðarins til að skila betri þjónustu og verðum til neytenda í landinu. Það var ætlunin með breytingunum árið 2003.“

Bjarni sagði að þrátt fyrir lagasetninguna árið 2003 hefði í reynd fátt breyst í rekstrarumhverfinu. Þannig hefði ekki nýtt fyrirtækin farið inn á samkeppnishluta raforkusölumarkaðarins fyrr en í fyrra. 

Hörður Arnarson forstjóri og Bjarni Benediktsson ráðherra.
Hörður Arnarson forstjóri og Bjarni Benediktsson ráðherra. mbl.is/​Hari

Vill þjóðarsjóðinn á þessu ári

Í ávarpi sínu kom Bjarni inn á hugmyndina um að koma á fót þjóðarsjóð í kringum arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins. 

„Fyrir þremur árum hélt ég ávarp á á ársfundi Landsvirkjunar þar sem ég reifaði hugmyndir um stofnun sjóðs um arðgreiðslu Landsvirkjunar. Það má segja að hér hafi hið fornkveðna gilt, þ.e.a.s. að góðir hlutir gerist stundum hægt. [...] En ég get ekki annað sagt en að ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni og bætti við að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu kleift að greiða umtalsverðan ár a næstu árum. 

Þá sagðist Bjarni efast um að áður hefði jafnhátt hlutfall atvinnustarfsemi á Íslandi ýmist verið í opinberri eigu eða óbeinni eigu almennings gegnum lífeyrissjóðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK