Biðst afsökunar á ummælunum um konur

Akbar Al Baker.
Akbar Al Baker. AFP

Ak­b­ar Al Baker, stjórn­ar­for­maður IATA og for­stjóri Quat­ar-flug­fé­lags­ins, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að konur gætu ekki sinnt starfi hans. 

Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC sem greindi í gær frá ummælum Al Baker sem hann lét falla á árs­fundi Alþjóðasam­bands flug­fé­laga (IATA). Hann sagði að karlmaður þyrfti að vera við stjórnvöl sambandsins af því að það væri krefjandi staða. 

Ummæli forstjórans ollu mikilli hneykslan, fyrst á fundinum sjálfum en síðan víðar eftir að greint var frá þeim í fjölmiðlum. Hann fann sig knúinn til þess að gefa út tilkynningu í dag vegna málsins.

„Ég vil biðjast innilegrar afsökunar ef ég móðgaði einhvern með ummælum mínum í gær sem fara þvert gegn því sem ég hef staðið fyrir með því að auka veg kvenna innan Qatar Airways Group og voru gerð að æsifréttum í fjölmiðlum,“ segir í tilkynningu frá Al Baker. 

Hann segir jafnframt að flugfélagið leggi áherslu á jafnrétti kynjanna og að það hafi verið brautryðjandi í þeim efnum í Mið-Austurlöndum. Þá sagðist hann ekki trúa því að einungis karlmaður gæti sinnt starfi hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK