AGS samþykkir risalán til Argentínu

Frá fjármálahverfinu í Buenos Aires
Frá fjármálahverfinu í Buenos Aires AFP

Alþjóðagaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur samþykkt að lána argentínskum stjórnvöldum 50 milljarða bandaríkjadala eða sem samsvarar um 5.000 milljörðum íslenskra króna til að styðja við hagkerfi landsins, sem hefur átt við erfiðleika að stríða síðustu misseri.

Argentínska ríkisstjórnin óskaði eftir neyðaraðstoðinni 8. maí eftir að gjaldmiðill landsins, argentínski pesóinn náði sögulegu lággildi. Fyrir fjórum árum var virði pesósins um 15 evrusent, en er í dag rétt rúm 3 evrusent.

Stýrivextir í Argentínu eru 40% og hafa verið frá 4. maí. Þá höfðu þeir verið hækkaðir í þrígang, úr 27,25%, á rúmlega viku.

Mauricio Macri foreti og Juliana Awada kona hans fagna 208 …
Mauricio Macri foreti og Juliana Awada kona hans fagna 208 ára afmæli maíbyltingarinnar í Buenos Aires 25. maí síðastliðinn. AFP

Ákvörðun Mauricio Macri forseta um að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er umdeild meðal landsmanna enda margir sem kenna sjóðnum um efnahagshrunið í landinu árið 2001 þegar AGS neitaði ríkisstjórninni um fjárhagsaðstoð, sem endaði með því að ríkið varð gjaldþrota.

Forsetinn hefur sjálfur sagt að nýtt lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum muni gera ríkisstjórn hans kleift að styrkja áætlanir sem miða að því að auka hagvöxt og þróun og koma í veg efnahagskrísu í líkingu við þær sem áður hafa hrjáð Suður-Ameríkuríkið sem löngum hefur valdið hagfræðingum heilabrotum.

Landið er ríkt af auðlindum og ekki er nema öld síðan ríkið var talið það tíunda ríkasta á jörðu með meiri þjóðartekjur á mann en lönd á borð við Frakkland og Ítalíu. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við og landið nú í kringum 60. sæti á slíkum listum, í svipaðri stöðu og Íran og Búlgaría.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK