Einkaneysla eykst meira en hagvöxtur

Einkaneyslan eykst meira en hagvöxtur.
Einkaneyslan eykst meira en hagvöxtur. Getty images

Landsframleiðslan á 1. ársfjórðungi 2018 jókst að raungildi um 6,6% frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 6,8%.

Einkaneysla jókst um 5,9%, samneysla um 2,9% og fjárfesting um 11,6%.

Útflutningur jókst um 10,2% á sama tíma og innflutningur jókst um 10,9%. Helstu drifkraftar hagvaxtar er fjárfesting og einkaneysla.

Uppfært kl. 12:13

Við útgáfu á niðurstöðum landsframleiðslunnar á 1. ársfjórðungi 2018 urðu mistök í útreikningi hjá Hagstofunni á inn- og útflutningi þjónustu og því rangar niðurstöður um hagvöxt birtar. Þetta hefur nú verið leiðrétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK