Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs helst óbreytt

Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt helst óbreytt samkvæmt …
Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt helst óbreytt samkvæmt mati alþjóðlega matsfyrirtækisins Fitch Rat­ings. mbl.is/Ófeigur

Alþjóðlega mats­fyr­ir­tækið Fitch Rat­ings staðfesti í dag lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A með stöðugum horfum.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins þar sem segir jafnframt að samkvæmt matinu endurspeglar einkunnin annars vegar háar þjóðartekjur, sterkar stofnanir, góð lífskjör og gott viðskiptaumhverfi en hins vegar að hagkerfið reiðir sig að stórum hluta á hrávörur í útflutningi og er næmt fyrir ytri áföllum auk fyrri reynslu af sveiflum í efnahags- og fjármálum.

Þá segir að stöðugar horfur endurspegla svipaðar líkur á hækkun og lækkun lánshæfiseinkunnarinnar.

Hér má lesa álit Fitch á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK