Sumir fá hvalaskoðun í bónus

Gestir Bjórbaðanna geta skellt sér í heita potta þar sem …
Gestir Bjórbaðanna geta skellt sér í heita potta þar sem útsýnið er einstakt. Stundum fá þeir ókeypis hvalaskoðun í bónus. Og þá er vissara að skála í Kalda eins og þessir herramenn gerðu á dögunum. mbl.is/​Hari

„Sumarið lítur mjög vel út og við erum bjartsýn. Það hafa allir verið mjög ánægðir með þessa þjónustu, bæði Íslendingar og ferðamenn, enda er þetta einstakt hér. En þetta er ný afþreying, það eru engin bjórböð á Norðurlöndum, þannig að það tekur tíma að koma þessu á kortið.“

Þetta segir Agnes Sigurðardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi. Ár er nú liðið síðan Agnes og hennar fólk opnuðu Bjórböðin. Þessi viðbót við fyrirtækið hefur mælst vel fyrir og mikill straumur gesta kom fyrsta árið.

„Það var mjög mikið að gera síðasta sumar. Veturinn var rólegri, en við ákváðum samt að hafa opið alla daga til að byggja fyrirtækið upp og kynna það. Það voru ekki margir dagar sem voru alveg dauðir en við reiknuðum alltaf með því að þurfa að borga með þessu fyrsta veturinn. Og jafnvel þann næsta líka,“ segir hún.

Sjá viðtal við Agnesi í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK