Eigendur Víðis hætta rekstri 5 matvöruverslana

Eigendur Víðis hafa hætt rekstrinum.
Eigendur Víðis hafa hætt rekstrinum. mbl.is/Árni Sæberg

„Við stofnendur Víðis ehf., sem rekið hefur 5 matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu undir sama nafni, höfum frá og með deginum í dag hætt rekstri þeirra,“ segja Eiríkur Sigurðsson og Helga Gísladóttir í yfirlýsingu sem barst Morgunblaðinu í gærkvöldi.

Þau segja að því miður hafi rekstur verslananna ekki gengið sem skyldi, „enda erfitt að keppa við aðila sem hafa markaðsráðandi stöðu á grundvelli stærðar og stuðnings frá helstu lífeyrissjóðum landsins,“ eins og þau orða það. Þá segja þau einnig að mikið ójafnvægi ríki í rekstrar- og innkaupaumhverfi stórra og smárra fyrirtækja. Ekki kemur fram í yfirlýsingunni hvort fyrirtækið hafi óskað eftir gjaldþrotaskiptum eins og sterkur orðrómur hefur verið á kreiki um síðan fyrir helgi.

„Við fengum upplýsingar frá starfsmanni Víðis sem leitaði til okkar í gær. Starfsmenn höfðu fengið tölvupóst seint í fyrrakvöld frá forsvarsmönnum Víðis um að búið væri að loka fyrirtækinu, sem væri á leið í gjaldþrot, og þeim ráðlagt að leita til VR,“ segir Þorsteinn Skúli Sveinsson, sérfræðingur á kjaramálasviði VR, í samtali við Morgunblaðið. Þorsteinn Skúli vill þó taka fram að upplýsingarnar séu óstaðfestar þar sem VR hafði enn ekki fengið umræddan tölvupóst í hendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK