Íslenskur áliðnaður í auga tollastríðsstorms stórvelda

Utanríkisráðuneytið gerir ráð fyrir að Ísland verði undanskilið innflutningstollum ESB …
Utanríkisráðuneytið gerir ráð fyrir að Ísland verði undanskilið innflutningstollum ESB á ál og stál. mbl.is/ÞÖK

Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskan áliðnað að verða undanþeginn nýjum tollum Evrópusambandsins, sem nú skoðar lagalegar leiðir til þess að svo geti orðið.

Evrópusambandið samþykkti fyrir skömmu mótvægisaðgerðir sem viðbrögð við nýlegum tollahækkunum Bandaríkjanna. Aðgerðir ESB felast í því að 10% tollur verður lagður á innflutning áls og 25% tollur á innflutning stáls. Tollarnir eru hugsaðir sem gagnaðgerð Evrópusambandsins við þeim tollum sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað á innflutning áls og stáls til Bandaríkjanna. 

EFTA-ríkin undanskilin

Samkvæmt svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins er framkvæmdaráð ESB að leita lagalegra leiða til þess að undanskilja EES/EFTA-ríkin, Noreg, Ísland og Liechtenstein, tollum sambandsins.

Á blaðamannafundi í síðustu viku með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, hét Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdaráðs Evrópusambandsins, því að Noregur yrði undanskilinn tollum sambandsins. Haft hefur verið eftir Ernu Solberg í norskum fjölmiðlum að hún vonist til þess að EES-samningurinn verji norskan iðnað þegar tollastríð Bandaríkjanna og ESB brestur á.

Þessum tíðindum hefur verið fagnað í Noregi, þar sem tollahækkanirnar myndu hafa töluverð áhrif á norskan ál- og stáliðnað. Aðalviðskiptalönd norsks ál- og stáliðnaðar eru innan Evrópusambandsins og hleypur útflutningur Noregs á mörgum milljörðum norskra króna. Útflutningur til Bandaríkjanna er hins vegar tiltölulega lítill frá Noregi og því hafa tollahækkanir þar ekki jafnmikil áhrif.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK