Erlendir fjárfestar sýna Icelandair-hótelum áhuga

Natura hótelið.
Natura hótelið. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Erlendir fjárfestingasjóðir og alþjóðlegar hótelkeðjur hafa lagt fram fyrirspurnir vegna sölunnar á Icelandair-hótelunum. Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Icelandair Group, staðfestir þetta.

Icelandair Group ákvað í maí að hefja söluferli á Icelandair Hotels og tilheyrandi fasteignum. Félagið rekur nú 13 hótel undir merkjum Icelandair-hótela og tíu hótel undir merkjum Hótel Eddu. Haft var eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, að söluferlið væri liður í endurskipulagningu félagsins.

Icelandair-hótelin eru ein stærsta hótelkeðja landsins. Íslandshótel eru með 17 hótel í rekstri, Keahótelin 11 og Center-hótel 6 hótel. 

Íslandshótel og Center-hótel eru í eigu íslenskra aðila. Bandarískir fjárfestar keyptu hins vegar 75% hlut í Keahótelum í fyrrasumar. Með erlendu eignarhaldi á Icelandair Hotels yrði þorri stærri hótela í miðborginni í erlendri eigu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK