Komin með 110 manna öryggislið

Ragnar Þór Jónsson segir vöxt félagsins í Leifsstöð ævintýralegan.
Ragnar Þór Jónsson segir vöxt félagsins í Leifsstöð ævintýralegan. mbl.is/​Hari

Öryggismiðstöðin hóf að veita þjónustu í flugstöð Leifs Eiríkssonar á síðasta ári eftir ítarlegan undirbúning og hefur hún vaxið hratt. AVIÖR, sem er sérstakt svið innan fyrirtækisins, annast sértæka þjónustu við flugrekstraraðila og flugvelli, svo sem sérhæfða öryggisgæslu. Viðskiptavinir eru Icelandair, Wow air, Delta, American Airlines og Air Canada.

„Við byrjuðum á því að vera með í kringum 20 til 30 manns en þetta hefur vaxið ævintýralega og er 110 manns í dag, þrátt fyrir að hafa farið af stað um mitt síðasta ár,“ segir Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar. „Með þessu verkefni gátum við nýtt okkur þekkingu og sérhæfingu sem var til hér og byggt ofan á hana.“

Ragnar gerir ráð fyrir að velta Öryggismiðstöðvarinnar verði um 5 milljarðar á þessu ári og segir hann hlutdeild fyrirtækisins vera komna upp í um 40% á innlendum markaði.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK