Össur hagnaðist um 2,1 milljarð

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagnaður Össurar á öðrum ársfjórðungi nam 20 milljónum Bandaríkjadala (2,1 milljarði íslenskra króna) eða 12% af sölu og jókst um 49% frá sama tímabili í fyrra.

Sala á öðrum ársfjórðungi 2018 nam 158 milljónum Bandaríkjadala (16 milljörðum íslenskra króna) sem samsvarar 9% vexti og 6% innri vexti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung í morgun.

Innri vöxtur í stoðtækjarekstri var 7% og sala í spelkum og stuðningsvörum jókst um 4%. Söluvöxtur var einna helst drifinn áfram af hátæknivörum félagsins.

Hagnaður, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBITDA) nam 32 milljónum Bandaríkjadala (3,3 milljörðum íslenskra króna) eða 20% af sölu, samanborið við 19% EBITDA sem hlutfall af sölu á sama tímabili í fyrra. Það er aukning um 15% í staðbundinni mynt frá sama tímabili í fyrra. Aukning í EBITDA-framlegð er tilkomin vegna aukinnar sölu á hátæknivörum og stærðarhagkvæmni í rekstri.

Áætlun félagsins fyrir árið 2018 er óbreytt, segir í tilkynningu. Þar er haft eftir forstjóra fyrirtækisins, Jóni Sigurðssyni, að eftir hæga byrjun á árinu var niðurstaða annars ársfjórðungs í samræmi við væntingar.

„Sala á hátæknivörum okkar gengur vel í bæði stoðtækjum sem og spelkum og stuðningsvörum, þar með talin tölvustýrð stoðtæki og lausnir fyrir fólk sem þjáist af slitgigt. Í Evrópu og Asíu var góður vöxtur í sölu en vöxtur í Ameríku var hægur á spelkum og stuðningsvörum. Aukinn hagnaður í fjórðungnum er niðurstaða af stærðarhagkvæmni í rekstri og sölu á hátæknivörum,“ segir Jón í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK