Búast við svipuðum fjölda og í fyrra

mbl.is/Heiddi

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust um 767 þúsund lítrar af áfengi og um 137 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku. Til samanburðar má gera ráð fyrir að um 110 þúsund viðskiptavinir komi að jafnaði í Vínbúðirnar í hverri viku í júlí. 

Þetta kemur fram á vef Vínbúðanna. 

Þar segir, að reynslan sýni að flestir viðskiptavinir komi í Vínbúðina föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi sem er jafnan einn annasamasti dagur ársins.

Hér má sjá skiptingu áfengissölunnar í lítrum eftir dögum vikuna …
Hér má sjá skiptingu áfengissölunnar í lítrum eftir dögum vikuna 31. júlí – 5. ágúst 2017. Graf/Vínbúðin

„Í fyrra seldust 230 þúsund lítrar þann dag og fjöldi viðskiptavina var um 38 þúsund. Flestir viðskiptavinir koma á milli kl. 16 og 18, eða allt að 6.400 viðskiptavinir á klukkustund. Þar sem álagið er mest er algengt að grípa þurfi til þess ráðs að hleypa viðskiptavinum inn í hollum. Fyrir þá sem vilja forðast langar biðraðir er því gott að vera tímanlega,“ segir í pistlinum.

Þá segir, að flest bendi til þess að viðskiptavinafjöldi fyrir verslunarmannahelgi í ár verði svipaður og í fyrra.

Í Vínbúðunum er opið samkvæmt venju um verslunarmannahelgina á föstudegi og laugardegi en lokað sunnudag og mánudag (frídag verslunarmanna).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK