Ólögmætt vaxtaendurskoðunarákvæði

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Eggert

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Arion banka hf. vegna ákvæðis um vaxtaendurskoðun veðskuldabréfa Frjálsa Fjárfestingarbankans hf. sem framseld höfðu verið til Arion banka.

Neytendastofa taldi að Arion banki hf. hafi brotið gegn þágildandi lögum um neytendalán með því að byggja vaxtaendurskoðun neytendaláns á samningsskilmálum sem tilgreindu ekki við hvaða aðstæður vextir breytist. Neytendastofa hefur nú bannað Arion banka notkun ákvæðisins um vaxtaendurskoðun.

Mikilvægi þess að tilgreint sé við hvaða aðstæður vextir breytast má berlega sjá í þessu máli þar sem kröfuhafaskipti verða á láninu. Má ætla að þau lán sem litið er til við vaxtaendurskoðun séu önnur eftir kröfuhafaskiptin og skiptir því verulegu máli fyrir neytanda að tilgreint sé í lánasamningi við hvaða aðstæður vextir breytast, að því er fram kemur á vef Neytendastofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK