Fjórðungsaukning útflutnings í júlí

Aukin útflutningsverðmæti má rekja til meðalverðshækkunar á áli og aukins …
Aukin útflutningsverðmæti má rekja til meðalverðshækkunar á áli og aukins útflutnings á sjávarafurðum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vöruviðskipti voru óhagstæð um 15,5 milljarða króna í júlí samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Hagstofu Íslands. Í frétt Hagstofunnar segir að FOB-verðmæti vöruútflutnings hafi numið 47,6 milljörðum króna fyrir júlímánuð en FOB-verðmæti innflutnings numið 63,1 milljarði króna. 

Verðmæti vöruútflutnings jókst um 9,7 milljarða króna á milli júlímánaða 2017 og 2018, eða um 25,6 prósent á gengi hvors árs. Hækkunina má rekja til meðalverðshækkunar á áli og aukins útflutnings á sjávarafurðum.

Vöruinnflutningur jókst um 3,3 milljarða króna á milli ára, eða um 5,5 prósent á gengi hvors árs. Munurinn skýrist aðallega af auknum innflutningi á eldsneyti. 

Fréttin í heild sinni á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK