Send­ir Landsrétti at­huga­semd­ir vegna Byko-máls­ins

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur sent Landsrétti skrif­leg­ar at­huga­semd­ir í máli …
Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur sent Landsrétti skrif­leg­ar at­huga­semd­ir í máli Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins gegn Byko ehf. og Nor­vík hf. mbl.is/Hjörtur

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur sent Landsrétti skrif­leg­ar at­huga­semd­ir í máli Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins gegn Byko ehf. og Nor­vík hf. Málið varðar ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá því í maí 2015, er Nor­vík hf. var gert að greiða 650 millj­óna króna sekt fyr­ir brot dótt­ur­fyr­ir­tækis síns, Byko ehf., á sam­keppn­is­regl­um.

ESA sendi þessar sömu athugasemdir til Héraðsdóms Reykja­vík­ur í apríl 2016 er hann dæmdi í málinu, sem síðan hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Var það í fyrsta skipti sem ESA send­i at­huga­semd­ir til ís­lensks dóm­stóls.

Í athugasemdum ESA, sem stofnunin endursendir nú, er málið sagt vekja upp mik­il­væg­ar spurn­ing­ar varðandi túlk­un EES-rétt­ar.

Ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins var áfrýjað til áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála sem taldi brot Byko ehf. ekki jafnal­var­leg og Sam­keppnis­eft­ir­litið, og taldi ekki sýnt fram á að brotið hefði verið gegn sam­keppn­is­regl­um EES-rétt­ar. Lækkaði áfrýj­un­ar­nefnd­in því sekt­ina í 65 millj­ón­ir króna. Í fe­brú­ar 2016 höfðaði Sam­keppnis­eft­ir­litið svo mál fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur þar sem þess er kraf­ist að Nor­vík hf. verði gert að greiða 650 millj­óna króna sekt í mál­inu. Það er í því máli sem ESA legg­ur fram at­huga­semd­ir sínar.

At­huga­semd­ir ESA varða hvenær beita eigi sam­keppn­is­regl­um EES-rétt­ar (þ.e. þegar aðgerðir geta haft áhrif á viðskipti) og um varnaðaráhrif sekta í sam­keppn­is­mál­um.

Sam­keppn­is­yf­ir­völd­um og dóm­stól­um aðild­ar­ríkj­anna er skylt að beita sam­keppn­is­regl­um EES-rétt­ar þegar máls­at­vik falla inn­an gild­is­sviðs EES-samn­ings­ins og athugasemdir ESA eru ráðgefandi fyrir íslenska dómstóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK