Vextir hækkaðir í Bandaríkjunum

AFP

Bandaríski seðlabankinn hækkaði skammtímavexti sína í dag en þetta er í þriðja sinn á árinu sem bankinn tekur þá ákvörðun.

Bankinn gaf enn fremur í skyn að hann myndi halda áfram að auka aðhaldið smám saman þrátt fyrir þrýsting frá Hvíta húsinu um að lækka vexti.

Stýrivextirnir voru hækkaðir úr 2% í 2,25% en þetta er í áttunda sinn í röð sem vextirnir eru hækkaðir. Búist er við að frekari vaxtahækkun þegar tekin verður ákvörðun næst í desember.

Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag hækkunina og sagðist hafa áhyggjur af því að seðlabankinn virtist hafa gaman af því að hækka vexti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK