Ísland undir meðalverðbólgu innan OECD

AFP

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 2,9% að meðaltali í ríkjum OECD í ágúst. Ef matur og orkukostnaður er undanskilið var verðbólgan 2,1%. Mest er verðbólgan í Tyrklandi, 17,9% en minnst á Írlandi, 0,7%.

Heldur er að draga úr verðhækkunum á orku en hækkunin á einu ári nemur 10,2% samanborið við 11,1% í júlí. Matarverð hækkaði um 2%.

Verðbólga á Íslandi er 2,7% en í Frakklandi er verðbólgan 2,3% og 2% í Þýskalandi. Í Bandaríkjunum er verðbólgan 2,7% og í Bretlandi 2,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK