Dress Up Games hagnast um tíu milljónir króna

Inga María Guðmundsdóttir er stofnandi fyrirtækisins.
Inga María Guðmundsdóttir er stofnandi fyrirtækisins. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

tölvuleikir Vefsíðufyrirtækið Dress Up Games á Ísafirði sem er í eigu eina starfsmanns fyrirtækisins og stofnanda, Ingu Maríu Guðmundsdóttur, hagnaðist um tæpar tíu milljónir króna á síðasta ári. Það er meiri hagnaður en árið á undan, þegar félagið hagnaðist um rúmar fimm milljónir.

Eins og fram kemur í ársreikningi félagsins munar mest um hagstæðan gengismun upp á 600 þúsund í fyrra, en gengismunurinn var neikvæður um átta milljónir árið 2016. Hagnaður félagsins fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld var þannig 6,5 milljónir á árinu samanborið við 13,5 milljónir árið á undan.

Tekjur félagsins drógust mikið saman á árinu. Þær voru tæpar 27 milljónir króna, en til samanburðar voru þær tæpar 38 milljónir króna árið á undan.

Eigið fé félagsins nam í árslok 2017 um 139 milljónum króna og eignir námu 148 milljónum og lækkuðu um rúmar 26 milljónir milli ára. Eiginfjárhlutfall er 94%.

Tekjur koma af auglýsingum

Dress Up Games var stofnað árið 1998 og hefur frá upphafi boðið upp á samsafn af dúkkulísuleikjum sem hægt er spila ókeypis á vefnum. Tekjur vefjarins koma af auglýsingum, en aðsókn hefur frá upphafi verið mjög góð, þó hún hafi tekið að dala á síðustu árum, eins og fram kom í samtali Morgunblaðsins við Ingu í byrjun þessa árs. Ástæðan er að hennar sögn að mestu sú að yngri krakkar eru mikið til farnir að nota spjaldtölvur og síma. „Þau tæki spila ekki flash-leiki, en það leikjaformat hefur verið algengast meðal vefleikja sem eru spilaðir í netvöfrum.

Ég byrjaði árið 2016 að framleiða html5-leiki sem er hægt að spila á símum og spjaldtölvum, en það hefur verið erfitt að fá notendur til að nota vafra til að spila leiki í símatækjum, snjallforritin virðast vera ráðandi,“ sagði Inga María í samtali við Morgunblaðið í byrjun ársins. tobj@mbl.is

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK