Hægir á greiðslukortaveltunni

mbl.is/​Hari

Hægt hefur á greiðslukortaveltu einstaklinga bæði innanlands og erlendis undanfarna ársfjórðunga. Ef skoðuð er veltan innanlands stefnir í samdrátt á þriðja ársfjórðungi í ár í fyrsta sinn frá því á öðrum ársfjórðungi 2013.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hagfræðideild Landsbankans.

Þar segir, að aukning á debet- og kreditkortaveltu milli ára hafi farið vaxandi frá seinni helmingi ársins 2013 og fram á mitt ár 2017. Frá þeim tíma hafi hægst á aukningunni og útlit sé fyrir að veltan innanlands muni dragast saman milli ára á þriðja ársfjórðungi í ár.

„Það yrði í fyrsta sinn í tæp 5 ár sem slíkt gerðist en ekki hefur verið samdráttur milli ára frá því á fyrsta ársfjórðungi 2013. Þá dróst veltan innanlands saman um 5%. Þrátt fyrir samdrátt í veltu innanlands er útlit fyrir að heildarveltan innan- og utanlands haldi áfram að aukast á þriðja ársfjórðungi þó einnig hafi verulega hægt á vexti hennar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK